32. fundur
utanríkismálanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. maí 2020 kl. 09:00


Mætt:

Sigríður Á. Andersen (SÁA) formaður, kl. 09:01
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) 1. varaformaður, kl. 09:01
Logi Einarsson (LE) 2. varaformaður, kl. 09:01
Ari Trausti Guðmundsson (ATG), kl. 09:01
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:01
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:01
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG) fyrir Gunnar Braga Sveinsson (GBS), kl. 09:01
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG), kl. 09:01
Þórunn Egilsdóttir (ÞórE) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 09:01

Nefndarritarar:
Gunnþóra Elín Erlingsdóttir
Stígur Stefánsson

1894. fundur utanríkismálanefndar.

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:01
Fundargerð 31. fundar var samþykkt.

2) Landamæramál Kl. 09:08
Nefndin ræddi við Hinriku Söndru Ingimundardóttur frá dómsmálaráðuneyti og Ögmund Hrafn Magnússon frá utanríkisráðuneyti í gegnum fjarfundarbúnað.

3) Kynning á starfsemi sendiskrifstofa Kl. 10:16
Nefndin ræddi við Auðunn Atlason, Árni Þór Sigurðsson og Hannes Heimisson frá utanríkisráðuneyti í gegnum fjarfundarbúnað.

4) 705. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 302/2019 um breytingu á V. viðauka og bókun 31 við EES-samninginn Kl. 10:50
Nefndin ræddi við Gaut Sturluson frá utanríkisráðuneyti, Benedikt Baldur Tryggvason og Jón Þór Þorvaldsson frá félagsmálaráðuneyti í gegnum fjarfundarbúnað.

Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

5) 706. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:07
Logi Einarsson var valinn framsögumaður málsins.

6) 704. mál - ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 260/2019 um breytingu á IX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:08
Bryndís Haraldsdóttir var valin framsögumaður málsins.

7) Önnur mál Kl. 11:08
Rætt var um starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15